Þyrlan notuð við leitina

INNLENT  | 10. janúar | 15:30 
Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út fyrr í dag til að aðstoða við leit lögreglunnar á Vesturlandi að Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni, sem saknað er. Mun þyrlan leita ströndina frá Vestur-Mýrum, um Borgarvog og sunnan Borgarfjarðarbrúar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út fyrr í dag til að aðstoða við leit lögreglunnar á Vesturlandi að Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni, sem saknað er. Mun þyrlan leita ströndina frá Vestur-Mýrum, um Borgarvog og sunnan Borgarfjarðarbrúar.

Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að svæðisstjórn björgunarsveita hafi einnig verið ræst og mun líklegast kalla út sveitir til leitar.

mbl.is

Segir hann að talið sé að Modestas, sem sást síðast á laugardaginn, hafi verið á fæti og er leitarsvæði bæði innandyra og utandyra í nágrenni Borgarness.

Ásmundur segir að þyrla Landhelgisgæslunnar sé fljót að fara yfir og sé með hitamyndavél sem geti aðstoðað mikið, sérstaklega ef í ljós komi að hann hafi verið á ís eða við sjó.

Síðast er vitað af ferðum hans í Borg­ar­nesi laug­ar­dag­inn 7. janú­ar, en þeir sem hafa séð til hans eða vita hvar hann kann að vera niður­kom­inn eru beðnir að láta lög­regl­una á Vest­ur­landi vita í síma 4440300 eða setja sig í sam­band við Neyðarlín­una í síma 112.

Þættir