Gröfumaður sturtaði snjó yfir mann (Myndskeið)

INNLENT  | 11. janúar | 19:26 
Myndskeið fer nú manna á milli þar sem svo virðist vera sem gröfumaður frá fyrirtækinu Óskataki tæmi úr fullri skóflu af snjó yfir mann sem stendur við gröfuna.

Myndskeið fer nú manna á milli þar sem svo virðist vera sem gröfumaður frá fyrirtækinu Óskataki tæmi úr fullri skóflu af snjó yfir mann sem stendur við gröfuna.

Atvikið á að hafa átt sér stað um klukkan 18 í kvöld en mbl.is hefur fengið staðfest að hjá Óskataki sé nú verið að skoða málið.

Ráða má af myndskeiðinu að grafan hafi verið við snjómokstur og að maðurinn, sem síðar fékk snjóinn yfir sig, hafi haft eitthvað við hann að athuga.

Merkingunni „Kóngurinn“ hefur síðar verið bætt við myndskeiðið, áður en mbl.is fékk það í hendur.

Uppfært:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/01/11/grofumadurinn_i_otimabundid_leyfi/

Þættir