Pabbi Arons þurfti að bera hann af velli

ÍÞRÓTTIR  | 13. janúar | 15:16 
„Mér finnst alltaf skemmtilegt að segja frá því þegar hann var í sjöunda flokki í fótboltanum,“ sagði Arndís Heiða Einarsdóttir, móðir Arons Pálmarssonar, fyrirliða ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Mér finnst alltaf skemmtilegt að segja frá því þegar hann var í sjöunda flokki í fótboltanum,“ sagði Arndís Heiða Einarsdóttir, móðir Arons Pálmarssonar, fyrirliða ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Synir Íslands: Aron Pálmarsson

Aron, sem er 32 ára gamall, valdi fótboltann fram yfir handboltann þegar hann var á unglingsaldri en foreldar hans, þau Arndís Heiða og Pálmar Sigurðsson, sögðu skemmtilega sögu af leikmanninum í þáttunum.

„Hann var að fara að keppa, á 17. júní, á Kaplakrikavelli og þetta var leikur sem allir áttu að fá að taka þátt í,“ sagði Arndís Heiða.

„Aron byrjaði inn á og svo var búið að taka alla af velli nema Aron. Þjálfarinn kallar svo á hann og Aron neitar að fara út af.

Pabbi hans heyrir þetta, hleypur inn á völlinn, og hleypur á eftir honum. Þetta var orðið að hálfgerðum eltingarleik á milli þeirra þarna á tímabili,“ sagði Arndís Heiða meðal annars.

Aron er í aðalhlutverki í fimmta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

 

Þættir