Tilþrifin: Enginn fær Haaland stöðvað

ÍÞRÓTTIR  | 22. janúar | 17:16 
Erling Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Manchester City vann Wolverhampton Wanderers, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Erling Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Manchester City vann Wolverhampton Wanderers, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fyrsta markið skoraði Haaland með föstum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Kevins De Bruyne og annað markið kom úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að Rúben Neves braut á Ilkay Gündogan innan vítateigs.

Þrennan var svo fullkomnuð þegar Riyad Mahrez nýtti sér mistök José Sá í marki Úlfanna og renndi boltanum á Norðmanninn sem skoraði auðveldlega.

Þrennu Haalands ásamt helstu tilþrifum leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir