Gylfi: Kæmi á óvart ef Mudryk verður ekki stjarna

ÍÞRÓTTIR  | 22. janúar | 21:25 
Í Vellinum á Símanum Sport í kvöld var rætt um frábæra innkomu nýs leikmanns Chelsea, Úkraínumannsins Mykhailo Mudryk, gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Í Vellinum á Símanum Sport í kvöld var rætt um frábæra innkomu nýs leikmanns Chelsea, Úkraínumannsins Mykhailo Mudryk, gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

„Ég held að þessi drengur eigi eftir að verða stjarna, það kæmi mér mjög á óvart ef hann verður það ekki. Bara það sem við sáum í gær.

Hann er rosalega beinskeyttur og rosalega fljótur. Þetta verður martröð að mæta honum,“ sagði Gylfi Einarsson um Mudryk.

Umræður Gylfa, Tómasar Þórs Þórðarsonar og Bjarna Þórs Viðarssonar um vængmanninn skemmtilega má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir