Bjarni: Allt á uppleið hjá City

ÍÞRÓTTIR  | 22. janúar | 22:22 
Í Vellinum á Símanum Sport í kvöld var rætt um frábæra frammistöðu Erlings Haalands, sem skoraði þrennu fyrir Manchester City í öruggum sigri á Úlfunum, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Í Vellinum á Símanum Sport í kvöld var rætt um frábæra frammistöðu Erlings Haalands, sem skoraði þrennu fyrir Manchester City í öruggum sigri á Úlfunum, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Haaland hefur leikið vel allt tímabilið enda kominn með 25 mörk í aðeins 19 deildarleikjum. Man. City hefur hins vegar hikstað nokkuð á tímabilinu, sem virðist þó standa til bóta.

„Erling Haaland er búinn að vera að skora mikið, var aðeins niðri í einhvern smá tíma.

En þetta er allt á uppleið hjá þeim og það er mjög jákvætt. Síðan eiga þeir liðið hérna tvisvar eftir,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson,

Átti hann þar við topplið Arsenal en Völlurinn í kvöld var í beinni útsendingu frá Emirates-vellinum.

Umræður Bjarna Þórs, Gylfa Einarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar um Haaland og Man. City má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir