Bauðst til að lána landsliðsstrákunum nokkur aukakíló

ÍÞRÓTTIR  | 26. janúar | 17:02 
„Ef það er eitthvað sem mér finnst liðið skorta, sem heild, þá finnst mér það skorta nokkur kíló,“ sagði Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og þjálfari ÍR í úrvalsdeild karla, í Dagmálum þegar heimsmeistaramótið 2023 í Svíþjóð og Póllandi var gert upp.

„Ef það er eitthvað sem mér finnst liðið skorta, sem heild, þá finnst mér það skorta nokkur kíló,“ sagði Bjarni Fritzson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og þjálfari ÍR í úrvalsdeild karla, í Dagmálum þegar heimsmeistaramótið 2023 í Svíþjóð og Póllandi var gert upp.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/235563/

Íslenska karlalandsliðið hafnaði í 12. sæti á HM sem nú stendur yfir en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir mótið.

„Ég á nokkur handa þeim,“ sagði Vignir Svavarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta.

„Svíarnir voru mjög massívir en á sama tíma erum við með létta stráka sem eru kannski að spila með miklum drekum í sínum félagsliðum en okkur vantar kannski meiri hlunka sem geta tekið meiri vigt,“ sagði Bjarni meðal annars.

Uppgjörið úr riðlakeppni HM má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þættir