Hagfelld niðurstaða í augsýn

INNLENT  | 23. mars | 13:53 
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir mjög hagfellda niðurstöðu í augsýn í viðræðum um það hve há fjárhæð muni falla á íslenska skattborgara vegna Icesave-reikninganna.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir mjög hagfellda niðurstöðu í augsýn í viðræðum um það hve há fjárhæð muni falla á íslenska skattborgara vegna Icesave-reikninganna.

Steingrímur J. Sigfússon var fyrsti gestur nýs viðtalsþáttar á mbl.is, Zetunnar, tileinkuðum kosningabaráttunni. Var þátturinn sendur beint út í hádeginu og ræddu Agnes Bragadóttir og Karl Blöndal við Steingrím.

Steingrímur J. svaraði gagnrýni á skipun Svavars Gestssonar sem formanns viðræðunefndar vegna Icesave-reikninganna og sagði Svavar njóta fyllsta trausts í sínum störfum.

„Það er í sjónmáli að hann landi og hans fólk, glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur og vonandi mun betri en lengi leit út fyrir að gæti orðið,“ sagði Steingrímur í Zetunni. 

 

Þættir