Björninn svokallaði hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum þar sem honum hefur meðal annars verið lýst sem ofurkrúttlegum.
Mynd sem tekin var á plánetunni Mars hefur vakið gífurlega athygli frá því NASA deildi henni með almenningi en hún þykir minna á bjarnarandlit.
„Nefið“ er raunar V-laga hóll og „augun“ eru mótuð úr tveimur gígum, samkvæmt niðurstöðum Arizona-ríkisháskólans sem deildi greiningu sinni á myndinni í síðustu viku.
Hringurinn sem myndar „andlit“ bjarnarins er mótað úr hringlaga sprungu, sem hugsanlega hefur mótast vegna grafins árekstrargígs.