Búið að vera klikkað

ÍÞRÓTTIR  | 2. febrúar | 15:52 
„Ég er mjög spenntur fyrir þessari nýju áskorun. Ég get ekki beðið eftir því að komast inn á völlinn,“ sagði miðjumaðurinn Jorginho, nýjasti leikmaður Arsenal, í samtali við sjónvarpsstöð félagsins.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari nýju áskorun. Ég get ekki beðið eftir því að komast inn á völlinn,“ sagði miðjumaðurinn Jorginho, nýjasti leikmaður Arsenal, í samtali við sjónvarpsstöð félagsins.

Jorginho skipti úr Chelsea og yfir til Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans, þegar hlutirnir þróuðust afar hratt.

„Þetta er búið að vera klikkað. Þetta gerðist allt svo hratt og ég var hissa, en ég er mjög ánægður með að hafa tekið þessu tækifæri,“ sagði Jorginho.

Brasilíski Ítalinn viðurkenndi að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hafi haft mikil áhrif þegar ákvörðunin um að semja við Arsenal hafi verið tekin. „Hann hafði stór áhrif. Hann hefur reynt áður, en án árangurs,“ sagði Jorginho.

Viðtalið við leikmanninn má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni.

Þættir