Dætur Íslands: Leiðin á EM

ÍÞRÓTTIR  | 7. júlí | 14:12 
Í lokaþættinum af Dætrum Íslands heimsækjum við meðal annars landsliðsþjálfarann sjálfan Þorstein Halldórsson.

Í lokaþættinum af Dætrum Íslands heimsækjum við meðal annars landsliðsþjálfarann sjálfan Þorstein Halldórsson.

Þorsteinn, sem er 54 ára gamall og iðulega kallaður Steini, var ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðinu í janúar 2021 en hann hafði áður þjálfað Breiðablik í efstu deild kvenna.

Undir hans stjórn varð Breiðablik þrívegis Íslandsmeistari, árin 2015,2018 og 2020 og tvívegis bikarmeistari; 2016 og 2018.

Ísland hefur leikið 15 landsleiki undir hans stjórn en í þessum 15 leikjum hefur liðið unnið 11 þeirra.

Í lokaþættinum setjumst við einnig niður með fótboltadrottningunum Fanndísi Friðriksdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og Rakel Hönnudóttur og ræðum meðal annars möguleika Íslands á Evrópumótinu í ár.

Þá verður einnig horft yfir farinn veg og rifjuð upp eftirminnilega augnablik úr þáttaröðinni.

Hægt er að horfa á lokaþáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Þættir