Það ætti frekar að borga íslensku stelpunum laun

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 15:43 
„Persónulega þá fíla ég ekki þessa þróun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

„Persónulega þá fíla ég ekki þessa þróun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/235786/

Helena, sem er 34 ára gömul, er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2000, þá 12 ára gömul.

Það er orðið mun algengara hér á landi að félög í efstu deild leiti út fyrir landsteinina og sæki sér leikmenn þaðan, frekar en að spila á ungum og efnilegum leikmönnum.

„Þegar lið eru komin með þrjá til fjóra útlendinga, sem þú ert að borga laun, frekar en íslensku stelpunum, þá finnst mér frekar að þú eigir að borga íslensku stelpunum laun,“ sagði Helena.

„Það er frábært að vera með einn til tvo útlendinga en það er algjör óþarfi að fylla lið af útlendingum,“ sagði Helena meðal annars.

Viðtalið við Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

 

Þættir