Kostar foreldrana yfir hálfa milljón

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 15:45 
„Nýlega hefur þetta breyst og við fáum dagpeninga í dag,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

„Nýlega hefur þetta breyst og við fáum dagpeninga í dag,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/235786/

Helena, sem er 34 ára gömul, er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hildi Sigurðardóttur en báðar hafa þær leikið 79 A-landsleiki.

„Stelpurnar eru að fara út á mánudaginn og koma heim á föstudaginn þannig að þetta er heil vika sem þær verða fjarverandi úr vinnu,“ sagði Helena.

„Yngri landsliðin fara út á Norðulanda- og Evrópumót á sumrin og það kostar foreldrana kannski yfir hálfa milljón og þá geta krakkarnir ekki unnið jafn mikið yfir sumarið á sama tíma.

Þetta er ekki vænlegt til árangurs, að gulrótin sé ekki meiri, en þetta hefur skánað og þeir eiga hrós skilið fyrir það,“ sagði Helena meðal annars.

Viðtalið við Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

 

Þættir