Rodri við símann: Megum ekki misstíga okkur mikið meira

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 21:18 
„Þetta hefur verið gott hjá okkur, en ekki nógu gott,“ sagði Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City, í samtali við Gunnar Ormslev hjá Símanum sport.

„Þetta hefur verið gott hjá okkur, en ekki nógu gott,“ sagði Rodri, miðjumaður Englandsmeistara Manchester City, í samtali við Gunnar Ormslev hjá Símanum sport.

Manchester City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig, fimm stigum á eftir Arsenal sem á leik til góða.

„Við þurfum að gera betur, því við vitum hvað þetta er sterk deild. Þetta snýst ekki um að skora sem mest, heldur hvernig við spilum. Það er nóg fyrir okkur að vinna 1:0. Við þurfum að vera sterkir og ekki fá á okkur mörk.

Þeir hafa unnið nánast alla leikina fyrri hluta tímabilsins og þetta verður erfitt. Við þurfum að minnsta kosti 90 stig til að verða meistarar og við megum ekki misstíga okkur mikið meira,“ sagði Rodri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir