Njósnabelgurinn brot á fullveldisrétti landsins

ERLENT  | 4. febrúar | 20:01 
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það hafa verið óábyrgt af Kínverjum að senda njósnaloft­belg­ inn í banda­ríska loft­helgi. Það sé einnig brot á fullveldisrétti landsins.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það hafa verið óábyrgt af Kínverjum að senda njósnaloft­belg­ inn í banda­ríska loft­helgi. Það sé einnig brot á fullveldisrétti landsins.

Blin­ken frestað fyrirhugaðri helgar­heim­sókn sinni til Pek­ing vegna belgsins.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/02/03/blinken_haettir_vid_heimsokn_til_kina/

Græfi undan tilgangi ferðarinnar

Bandarísk stjórnvöld greina frá því að Blinken hafi símleiðis rætt við kínverska stjórnmálamanninn Wang Yi vegna málsins, en hann er yfir utanríkismálum Kína.

Tjáði Blinken honum að það hefði verið óábyrgt að senda belginn í bandaríska lofthelgi, sem og að það væri brot á fullveldisrétti Bandaríkjanna og alþjóðalögum, sem græfi undan tilgangi fyrirhugaðrar ferðar utanríkisráðherrans.

Þá undirstrikaði Blinken að Bandaríkin vildu halda diplómatískum tengslum við Kína og að hann væri reiðubúinn að heimsækja Peking um leið og aðstæður leyfi.

Þættir