Mörkin: Úlfarnir of grimmir fyrir Liverpool

ÍÞRÓTTIR  | 4. febrúar | 18:18 
Lið Wolves skellti liði Liverpool á heimavelli sínum, Molineux-leikvanginum í Wolverhampton, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Lið Wolves skellti liði Liverpool á heimavelli sínum, Molineux-leikvanginum í Wolverhampton, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Joel Matip, miðvörður Bítlaborgar-liðsins, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net snemma leiks. Craig Dawson tvöfaldaði forystu heimamanna nokkrum mínútum síðar og það var svo Ruben Neves sem kórónaði góðan sigur um miðjan seinni hálfleik. 

Mörk úlfanna ásamt helstu fær­un­um úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

Þættir