Tilþrifin: Kane í sögubækurnar

ÍÞRÓTTIR  | 5. febrúar | 19:49 
Harry Kane skráði sig enn og aftur í sögubækurnar hjá Tottenham er hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Harry Kane skráði sig enn og aftur í sögubækurnar hjá Tottenham er hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Urðu lokatölur 1:0 og mark landsliðsfyrirliðans skildi liðin að. Kane hef­ur nú skorað 267 mörk fyr­ir Totten­ham, einu marki meira en goðsögn­in Jimmy Grea­ves gerði á sín­um tíma.

Markið og aðrar svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.  

Þættir