Eiður: Kane ávallt allt í öllu

ÍÞRÓTTIR  | 6. febrúar | 8:44 
Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um markahrókinn Harry Kane, sem sló met Tottenham Hotspur yfir flest skoruð mörk fyrir félagið í gær.

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um markahrókinn Harry Kane, sem sló met Tottenham Hotspur yfir flest skoruð mörk fyrir félagið í gær.

Með því að skora sigurmarkið í 1:0-sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær hefur hann skorað 267 mörk fyrir Tottenham á ferli sínum.

Fyrrverandi sóknarmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Gunnlaugsson hrósuðu honum í hástert af því tilefni.

Umræður Eiðs Smára, Arnars og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

Þættir