Tala látinna komin í 2.600

ERLENT  | 6. febrúar | 17:59 
Skelfilegt mannfall hefur orðið í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálftahrinuna í morgun og tala látinna hækkar stöðugt. Síðustu fréttir segja að dauðsföll í báðum löndunum séu nú 2.600 manns og líklegt sé að talan muni hækka.

Skelfilegt mannfall hefur orðið í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálftahrinuna í morgun og tala látinna hækkar stöðugt.

Síðustu fréttir herma að dauðsföll í báðum löndunum séu nú 2.600 manns og líklegt sé að talan muni hækka.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/02/06/tala_latinna_komin_i_1_800/

Í Tyrklandi sögðu yfirvöld að þegar væru staðfest dauðsföll 1.651 manna í skjálftanum og tala látinna í Sýrlandi er nú að nálgast þúsundið, eða 968 manns. 

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Er­dog­an hefur lýst yfir sjö daga sorgartímabili í landinu vegna fórnarlamba jarðskjálftanna. „Tyrkneski fáninn verður dreginn í hálfa stöng þar til sól sest sunnudaginn 12. febrúar í öllum opinberum stofnunum, hér í Tyrklandi og tyrkneskum stofnunum erlendis,“ sagði Erdogan í ræðu í dag.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/02/06/islensk_stjornvold_munu_veita_adstod/

 

Þættir