Valdimar reynir fyrir sér á leiksviðinu

FÓLKIÐ  | 17. febrúar | 16:54 
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson stígur á svið í leikverkinu Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 2. mars. Þar mun hann leika engan annan en sjálfan sig en þó útgáfu af sjálfum sér sem hann er lítt hrifinn af.

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson stígur á svið í leikverkinu Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 2. mars. Þar mun hann leika engan annan en sjálfan sig en þó útgáfu af sjálfum sér sem hann er lítt hrifinn af. 

Hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu árið 2018, þar söng hann eitt lag og var síðan drepinn, en nú mæðir meira á honum. 

„Ég er alveg heillengi þarna inni og þarf að tala og leika og þykjast einhvern veginn. Það verður áskorun.“ 

Kærastan, Anna Björk Sig­ur­jóns­dótt­ir, hefur staðið í ströngu við að fara yfir línurnar með honum og hann segist enn vera að vinna í því að losna við það að vera of meðvitaður um sjálfan sig þegar hann leikur. Hann lofi því þó að það verði komið fyrir frumsýningu. 

Valdimar sem er rosalega góður með sig

„Ég er náttúrulega að leika sjálfan mig en ég vona að ég sé ekki, í daglegu lífi, eins og þessi Valdimar. Ef ég væri að umgangast hann mikið myndi ég verða svolítið þreyttur á honum því hann er rosalega góður með sig.“ 

Spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram með leikferilinn segir hann að það sé aldrei að vita. „Þetta er mjög skemmtilegt, að taka svona hliðarspor og prófa eitthvað nýtt.“

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/menning/236186/

Þættir