40 drukknuðu þegar bát hvolfdi við strendur Ítalíu

ERLENT  | 26. febrúar | 16:24 
Um 80 flóttamenn voru um borð í bát sem hvolfdi við strendur bæjarins Crotone í suðurhluta Ítalíu. Þar af er talið að um 40 hafi drukknað, en 28 lík hafa komið í leitirnar.

Um 80 flóttamenn voru um borð í bát sem hvolfdi við strendur bæjarins Crotone í suðurhluta Ítalíu. Þar af er talið að um 40 hafi drukknað, en 28 lík hafa komið í leitirnar.

Leit stendur enn yfir, en skilyrði eru erfið þar sem öldugangur er mikill. Tekist hefur að bjarga lífi 40 flóttamanna sem voru í bátnum. 

Fréttastofan AGI hefur eftir björgunarmanni að nokkurra mánaða barn sé meðal látinna. 

Talið er að skip flóttamannanna hafi verið ofhlaðið og farið í sundur vegna öldugangsins. 

Þættir