Eiður: Geta tekið sig til og unnið tíu leiki í röð

ÍÞRÓTTIR  | 13. mars | 9:10 
Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um góða frammistöðu Chelsea í 3:1-sigrinum á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um góða frammistöðu Chelsea í 3:1-sigrinum á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Sérstaklega þóttu leikmennirnir sem voru keyptir í janúar standa sig með mikilli prýði.

„Er Meistaradeildarsæti fjarlægur draumur? Ég veit það ekki. Þetta lið getur alveg tekið sig til og unnið tíu leiki í röð af því að þeir eru með það mikil gæði,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

Chelsea er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar.

Umræður Eiðs Smára, Gylfa Einarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir