Gylfi: Vita alveg hvaða vöru þeir eru að fá

ÍÞRÓTTIR  | 13. mars | 10:48 
Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um frábæra innkomu Leandro Trossard í topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, og endurkomu Gabriel Jesus.

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um frábæra innkomu Leandro Trossard í topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, og endurkomu Gabriel Jesus.

Arsenal vann öruggan sigur á Fulham, 3:0, þar sem Trossard lagði upp öll mörkin í fyrri hálfleik.

„Jesus er að koma inn í þetta eftir meiðsli. Hann er búinn að vera lengi frá þannig að hann mun þurfa smá tíma.

Við sáum það alveg áðan. Hann er smá ryðgaður þannig að þeim veitir ekkert af breiddinni. Við höfum sett svolítið spurningarmerki við breiddina hjá Arsenal.

Þeir kaupa Leandro Trossard, sem er frábær kaup af því að hann er búinn að sanna sig í deildinni. Þeir vita alveg hvaða vöru þeir eru að fá,“ sagði Gylfi Einarsson.

Umræður Gylfa, Eiðs Smára Guðjohnsen og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir