ÍMARK, samtök markaðs- og auglýsingafólks, standa fyrir ÍMARK deginum sem haldinn er 24. mars nk. Dagurinn endar á verðlaunahátíð Lúðursins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjölbreyttra auglýsingaflokka.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/03/10/metfjoldi_innsendinga_fyrir_ludurinn_i_ar/
Lúðurinn er nú veittur í 37. skipti en þar er um að ræða uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingafólks þar sem frumlegustu, mest skapandi og snjöllustu hugmyndirnar sem eru útfærðar á frammúrskarandi hátt fá viðurkenningu. Verðlaunin eru veitt í samstarfi ÍMARK í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/03/02/imark_og_arvakur_i_samstarf/
Eins og áður hefur verið greint frá barst metfjöldi innsendingar þetta árið, um 400 innsendingar í 16 flokkum. Dómnefndin, sem skipuð er fagfólki á sviðinu, fékk það flókna verkefni að velja það besta úr öllum þessum fjölbreyttu verkum.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/03/14/veita_verdlaun_fyrir_arangursrikustu_herferdina/
Hér fyrir ofan má sjá myndband þar sem tilnefningarnar eru kynntar.