Blaðamanni bjargað úr sjó

INNLENT  | 16. mars | 14:57 
Sjö stiga frost var úti og heiðskírt þegar blaðamaður mbl.is og myndatökumaður keyrðu að Keflavíkurhöfn þar sem áhöfnin á varðskipinu Freyju var að undirbúa fjöldabjörgun fólks úr sjó, ásamt félögum úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Sjö stiga frost var úti og heiðskírt þegar blaðamaður mbl.is og myndatökumaður keyrðu að Keflavíkurhöfn þar sem áhöfnin á varðskipinu Freyju var að undirbúa fjöldabjörgun fólks úr sjó, ásamt félögum úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Tilefni æfingarinnar var meðal annars ráðstefna sem Landhelgisgæslan, Samtök útgerða skemmtiferðaskipa á norðurslóðum (AECO), og Leitar- og björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi efndu til í Reykjanesbæ.

Þar til umfjöllunar voru björgunarmál tengd siglingum skemmtiferðaskipa á norðurslóðum. Stóðu ráðstefnugestir við höfnina og fylgdust með er æfingin fór fram.

Undirrituð stóð þó ekki hjá heldur skellti sér í gallann og út í sjó. Galvaskir áhafnarmeðlimir sáu svo um að koma blaðamanni aftur um borð í björgunarbát og þaðan í varðskipið. Afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir