Margrét: Isak hefur þennan X-faktor

ÍÞRÓTTIR  | 20. mars | 11:03 
Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um magnaða frammistöðu Alexanders Isaks í 2:1-sigri Newcastle United á Nottingham Forest á föstudagskvöld.

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um magnaða frammistöðu Alexanders Isaks í 2:1-sigri Newcastle United á Nottingham Forest á föstudagskvöld.

Isak skoraði bæði mörk Newcastle, þar á meðal sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma, og lagði auk þess upp mark sem var dæmt af Elliot Anderson.

„Hann var stórkostlegur í þessum leik. Að fylgjast með honum og hvað hann gaf þessu Newcastle-liði var ótrúlegt.

Þetta er fyrsti maðurinn til þess að vinna boltann aftur. Það er svo mikil orka í honum og hraði. Það er smá hroki í honum og hann hefur vilja til þess að gera þetta sjálfur.

Hann hefur þennan X-faktor. Ég held að það sé svo gott fyrir Newcastle að hafa leikmann eins og þennan. Þetta er ungur strákur sem getur gefið þessu liði mikið fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um frammistöðu Isaks.

Umræðu Margrétar Láru, Bjarna Þórs Viðarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir