Kórónuveiran blaut tuska í andlitið

ÍÞRÓTTIR  | 20. mars | 15:18 
„Þetta var frekar sorglegt því ég var að keppa í Georgíu sem gekk vel þannig að ég var kominn á góðan stað á heimslistanum,“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

„Þetta var frekar sorglegt því ég var að keppa í Georgíu sem gekk vel þannig að ég var kominn á góðan stað á heimslistanum,“ sagði júdómaðurinn Sveinbjörn Jun Iura í Dagmálum.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/237093/

Sveinbjörn, sem er 33 ára gamall, hafði sett stefnuna á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 en af því varð ekki, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins. 

„Ég var á leið til Tyrklands að keppa en greinist svo með kórónuveiruna sem var blaut tuska í andlitið,“ sagði Sveinbjörn.

„Tilfinningin var mjög skrítin þegar að ég áttaði mig á því að ég væri ekki á leið á Ólympíuleikana en á sama tíma naut ég ferðalagsins í botn,“ sagði Sveinbjörn meðal annars.

Viðtalið við Sveinbjörn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Þættir