Úkraínsk yfirvöld segja að herinn hafi náð að „koma stöðugleika“ í kringum borgina Bakhmút.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/03/22/selenski_heimsotti_bakhmut/
Áður en stríðið hófst bjuggu um 70 þúsund manns í borginni. Flest allir íbúar hafa flúið Bakhmút eftir blóðuga bardaga sem hafa staðið yfir í meira en sjö mánuði.
Hershöfðinginn Valerí Zaluzhní ræddi við Tony Radakin, yfirmann breska hersins, í síma í gær.
Zaluzhní sagði eftir símafundinn að staðan á vígstöðunum við Bakhmút væri gríðarlega erfið en hernum hefði tekist að koma á stöðugleika umhverfis borgina.
Samkvæmt breska varnarmálaráðuneytinu hefur sókn Rússa „að mestu stöðvast“. Í yfirlýsingu ráðuneytisins sagði að það væri meðal annars vegna gríðarlegs mannfalls rússneskra hermanna.