Myndskeið: Eldur í Garðabæ

INNLENT  | 24. mars | 17:25 
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Garðabæ eftir að hár hvellur heyrðist þar á fimmta tímanum síðdegis.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Garðabæ eftir að hár hvellur heyrðist þar á fimmta tímanum síðdegis.

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var töluverður eldur í byrjun en slökkvistarf gekk vel og hefur nú tekist að slökkva eldinn.

Í ljós kom að gaskútur hefði sprungið með þessum afleiðingum, en í kjölfarið kviknaði eldur í þaki í nýbyggingu í Eskiási. Myndskeiðinu hér að ofan náði Birkir Laufdal Arnarsson af eldinum skömmu eftir að sprengingin varð.

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/24/nadi_myndskeidi_af_sprengingunni/

Sprengingar með stuttu millibili

Varðstjóri slökkviliðsins segir að líklega hafi menn verið að bræða dúk á þakinu en ítrekar að það séu ekki staðfestar upplýsingar.

Sjónvarvottur sem mbl.is talaði við sagði að vond lykt væri á svæðinu og að hann hefði fundið fyrir óþægindum í öndunarfærum.

 

Fréttin verður uppfærð.

Þættir