Að minnsta kosti 25 látnir

ERLENT  | 26. mars | 14:36 
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið stuðning við íbúa Mississippi en að minnsta kosti 25 eru látn­ir eft­ir að hvirfil­byl­ur tætti sig í gegn­um ríkið á föstudagskvöld.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið stuðningi við íbúa Mississippi en að minnsta kosti 25 eru látn­ir eft­ir að hvirfil­byl­ur tætti sig í gegn­um ríkið á föstudagskvöld. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/03/25/myndskeid_ur_lofti_synir_eydilegginguna/

ABC News greinir frá því að hvirfilbylurinn sé flokkaður á stigi fjögur af fimm mögulegum. Því hafi verið um að ræða sjaldgæft og afar kröftugt óveður. Einungis um 1% hvirfilbylja eru flokkaðir á stigi fjögur. Flestir eru á fyrsta stigi. 

 

Fyrstu gögn sýna fram á að hvirfilbylurinn tætti sig í gegnum tæplega 100 kílómetra svæði á 70 mínútum. 

„Það er eins og sprenging hafi sprungið á svæðinu,“ sagði John Brown hjá Rauða krossi Bandaríkjanna, í samtali við AFP-fréttaveituna. Þá líkt hann svæðinu við stríðssvæði. 

Þættir