Myndskeið sem Landsbjörg sendi fjölmiðlum nú í kvöld sýna greinilega hversu miklar afleiðingar snjóflóðin sem féllu á byggð í Neskaupstað hafa haft.
Lögreglustjórinn á Austurlandi ákvað í samráði við ríkislögreglustjóra að fara af neyðarstigi almannavarna niður á hættustig nú í kvöld en rýma þurfti vel á annað hundrað heimila í Neskaupstað, Seyðisfirði og á Eskifirði. Um 500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/27/af_neydarstigi_nidur_a_haettustig/
Rýmingin gildir til morguns.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/27/snjoflodid_ruddist_inn_i_ibudina/
Snjóflóð féll meðal annars á fjölbýlishús og hreif með sér bíla.