Sir Alex Ferguson var í dag vígður inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, ásamt Arsene Wenger.
https://www.mbl.is/sport/enski/2023/03/29/sa_eini_sem_trudi_myndskeid/
Ferguson er sigursælasti stjórinn í sögu úrvalsdeildarinnar en hann stýrði Manchester United á árunum 1986 til 2013 og varð liðið þrettán sinnum Englandsmeistari undir hans stjórn.
Alls hafa sex leikmenn sem léku undir stjórn Fergusons hjá United verið teknir inn í frægðarhöllina; þeir David Beckham, Eric Cantona, Roy Keane, Wayne Rooney, Peter Schmeichel og Paul Scholes.
Ferguson stýrði United í 810 leikjum í úrvalsdeildinni og vann hann 528 þeirra en hann var útnefndur stjóri ársins í deildinni alls ellefu sinnum.
Innslag um vígslu Skotans í frægðarhöllina má sjá hér fyrir ofan.