Rodgers: Sóttum enga leikmenn í sumar

ÍÞRÓTTIR  | 31. mars | 15:37 
Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, ræddi við Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester City, um þau vandræði sem liðið hefur verið í á yfirstandandi tímabili.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, ræddi við Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester City, um þau vandræði sem liðið hefur verið í á yfirstandandi tímabili.

Leicester er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið í ensku úrvalsdeildinni og lék Tómasi forvitni á að vita hvað Rodgers teldi hafa farið úrskeiðis og hvað væri hægt að bæta fyrir lokasprettinn í deildinni.

„Því verður ekki neitað að á síðustu þremur tímabilum höfum við misst þrjá af bestu varnarmönnum okkar; Ben Chilwell, Harry Maguire og Wesley Fofana. Það hefur reynst okkur erfitt.

Mér fannst sumarið vera verulega krefjandi því við sóttum enga leikmenn, sem þýddi að andrúmsloftið varð erfitt þar sem við styrktum ekki leikmannahópinn.

Í upphafi tímabilsins, þegar við áttum erfiða leiki, spiluðum við ekki eins vel og við hefðum viljað. Okkur skorti stöðugleika. Við áttum mjög góða kafla leikjum sem við hefðum átt að vinna en unnum ekki.

Við áttum svo mjög góðan kafla fram að heimsmeistaramótinu. Eftir heimsmeistaramótið hefur okkur skort stöðugleika á ný og við höfum ekki verið alveg nógu góðir. Þetta er eitt og annað. Við söknum lykilmanna og mikilvægra augnablika í leikjum og það hefur reynst dýrt.

Ef við náum að laga þessi atriði á lokakafla tímabilsins vitum við að við erum nógu góðir og með rétt hugarfar til þess að sigra,“ svaraði Rodgers.

Samræður Rodgers og Tómasar um erfitt tímabil Leicester má sjá heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir