Microsoft kynnir nýja tegund tölva

TÆKNI  | 31. maí | 18:12 
Hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft hefur kynnt til sögunnar nýja tegund tölva sem nefnd er „Surface”, eða „yfirborð”, þar sem stór snertiskjár tekur við af mús, lyklaborði og skjá. Tölvan mun vera svipuð og sófaborð að lögun og býður skjárinn upp á að hægt sé að stjórna með fingrum eða höndum á fleiri en einum stað á skjánum í einu.
Hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft hefur kynnt til sögunnar nýja tegund tölva sem nefnd er „Surface”, eða „yfirborð”, þar sem stór snertiskjár tekur við af mús, lyklaborði og skjá. Tölvan mun vera svipuð og sófaborð að lögun og býður skjárinn upp á að hægt sé að stjórna með fingrum eða höndum á fleiri en einum stað á skjánum í einu.

Surface, mun til að byrja með kosta um 5.000 – 10.000 Bandaríkjadali, frá rúmlega 300.000 krónum og allt upp í rúmar 600.000 krónur. Ætlunin er að selja fyrirtækjum tölvurnar til að byrja með, svo sem á hótel, veitingastaði og spilavíti.

Ætlunin er þó að tölvan verði síðar sett á almennan markað og segir Steve Ballmer , forstjóri Microsoft, að litið sé á verkefnið sem iðnað sem skapað geti fyrirtækinu milljarða dala hagnað í framtíðinni, þar sem yfirborðstölvur verði útbreiddar ó borðum, veggjum og jafnvel speglum.

Þættir