Arnór: Oft okkar erfiðustu andstæðingar

ÍÞRÓTTIR  | 8. júní | 16:00 
Arnór Atlason leikmaður íslenska landsliðsins og Danmerkurmeistara AG Köbenhavn segir mjög mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að Ísland haldi áfram að vera með inni á stórmótunum en Íslendingar mæta Hollendingum í umspilsleikjum um sæti á HM á Spáni.

Arnór Atlason leikmaður íslenska landsliðsins og Danmerkurmeistara AG Köbenhavn segir mjög mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að Ísland haldi áfram að vera með inni á stórmótunum en Íslendingar mæta Hollendingum í umspilsleikjum um sæti á HM á Spáni.

Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 18.30 og sá seinni í Geleen næsta laugardag.

„Við eigum að hafa betur á móti liði eins og Hollendingum en oft hafa þetta verið okkar erfiðustu andstæðingar,“ sagði Arnór við mbl.is en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan.

 

Þættir