„Ólýsanleg tilfinning“

ÍÞRÓTTIR  | 12. júlí | 22:30 
„Ég er ennþá að átta mig á því að ég sé að fara á Ólympíuleikana,“ segir hin 17 ára gamla sundkona úr Ægi, Eygló Ósk Gústafsdóttir.

„Ég er ennþá að átta mig á því að ég sé að fara á Ólympíuleikana,“ segir hin 17 ára gamla sundkona úr Ægi, Eygló Ósk Gústafsdóttir, einn af Ólympíuförunum sem við kynnum til leiks í MBL sjónvarpi. Átta ára gömul var Eygló búin að ákveða að fara á Ólympíuleikana í London 2012.  „Ég er búin að eyða öllu mínu lífi í þetta og það er mjög þess virði,“ segir Eygló.

Þættir