„Í besta formi lífs míns“

ÍÞRÓTTIR  | 19. júlí | 21:31 
„Það er óeðlilegt að vilja hætta einhvers staðar og setja ekki alltaf stefnuna á gull.“ Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona er á hápunkti ferils síns.

Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona segist vera á hápunkti ferils síns í dag og hlakkar til að hefja leik á Ólympíuleikunum. „Auðvitað vill maður vinna alla leiki. Það er óeðlilegt að vilja hætta einhvers staðar og setja ekki alltaf stefnuna á gull,“ segir Ragna sem setti sér snemma það markmið að komast á Ólympíuleika.

MBL sjónvarp kynnir íslensku ólympíufarana 2012. Fylgist með ólympíuförunum og sögum þeirra fram að leikunum hér á mbl.is.

Þættir