Ágeng fíkniefnasala á Facebook

INNLENT  | 19. september | 16:16 
Samskiptavefurinn Facebook er mikið notaður hér á landi til þess að selja og dreifa fíkniefnum. Flestir unglingar sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ hafa kynnst því hvernig fíkniefnasalar koma vöru sinni á framfæri með því að nota Facebook til að senda boð á svo mikið sem þúsundir ungmenna í einu.

Samskiptavefurinn Facebook er mikið notaður hér á landi til þess að selja og dreifa fíkniefnum. Flestir unglingar sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ hafa kynnst því hvernig fíkniefnasalar koma vöru sinni á framfæri með því að nota Facebook til að senda boð á þúsundir ungmenna í einu.

Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri hjá SÁÁ, segir að þau ungmenni sem komi til meðferðar á Vog þekki þessar aðferðir vel. Salarnir stofni síður á Facebook og búi til hópa eða sendi skilaboð á mikinn fjölda krakka þar sem þeir bjóði vöru sína og Hjalti segir þetta vera ansi ágenga aðferð við sölu fíkniefna.

Þættir