Gleði á bílastæðum

INNLENT  | 21. september | 16:54 
Á morgun mun ævintýraleg stemning ríkja í bílastæðahúsum borgarinnar. Í dag er verið að breyta stæðum í fjórum bílastæðahúsum í miðborginni og ökuþórar sem nota þjónustu húsanna ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir leggja bíl sínum við hliðina á bíói, kaffistofu eða hjólaskautadiskói.

Á morgun mun ævintýraleg stemning ríkja í bílastæðahúsum borgarinnar. Í dag er verið að breyta stæðum í fjórum bílastæðahúsum í miðborginni og ökuþórar sem nota þjónustu húsanna ættu ekki að láta sér bregða þegar þeir leggja bíl sínum við hliðina á bíói, kaffistofu eða hjólaskautadiskói. Það eru arkitektanemar í Listaháskóla Íslands sem leggja tímabundið undir sig stæðin og ætlunin er að vekja umræðu um nýtingu rýmis í borginni.

Í dag er unnið að því að breyta Stjörnuporti þar sem  Stjörnubíó verður endurvakið og boðið verður upp á bíó og popp en í bílastæðahúsinu við Vitatorg verður hjólaskautadiskó þar sem hægt verður að leigja hjólaskauta og skauta undir diskókúlu við dynjandi danstónlist. Í Traðarkoti verður svo útsýnisstofa þar sem fólki gefst tækifæri á að njóta þess útsýnis sem bílar alla jafna sitja einir að. Að lokum verður betri stofa í bílakjallara Ráðhússins þar sem gestum er boðið upp á kaffi og kleinur. 

Þættir