Undirrituðu framlengingu

INNLENT  | 21. janúar | 16:08 
Fulltrúar ASÍ og SA undirrituðu framlengingu kjarasamninga skömmu eftir hádegi í dag. Samkomulagið felur m.a. í sér að gildistími kjarasamninga er styttur um tvo mánuði. Stjórnvöld áttu ekki þátt að málinu.

Fulltrúar ASÍ og SA undirrituðu framlengingu kjarasamninga skömmu eftir hádegi í dag.

Samkomulagið var í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi var ákveðið að stytta gildistíma samninga um tvo mánuði og gilda þeir nú til 30. nóvember árið 2013. í öðru lagi verður settur aukinn kraftur í starfsmenntamál. Í þriðja lagi verður þegar í stað unnið að mótun sameiginlegrar atvinnustefnu.

Stjórnvöld áttu ekki þátt að málinu og kallar Gylfi Arnbjörnsson eftir því að stjórnmálaflokkar vinni í meiri sátt við aðila vinnumarkaðarins. 

 

Þættir