„Eruð þið vakandi?“

TÍMARITIÐ  | 2. nóvember | 18:44 
Tónlistarstefnurnar sem ráða ríkjum á Airwaves í ár eru margar og ólíkar. Margir erlendir gestir koma hingað til lands til þess að hlusta á rokkaða tóna frá Dimmu og The Vintage Caravan, en aðrir kunna betur að meta rólegri elektróníska tóna. Í þeim dúr ætti hljómsveitin Vök að vera.

Síðustu daga hafa nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn mætt í Símaklefa Monitor og tekið lagið fyrir framan myndavélar. Um var að ræða svokallað „Live lounge“ þar sem flest böndin tóku eitt af sínum eigin lögum og eitt cover-lag. Hljómsveitirnar koma úr ólíkum áttum og ættu allir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Næstu daga munu upptökur af þessu spiliríi streyma inn á vef Monitor og eru allir tónlistarunnendur því hvattir til þess að fylgjast vel með.

Tónlistarstefnurnar sem ráða ríkjum á Airwaves í ár eru margar og ólíkar. Margir erlendir gestir koma hingað til lands til þess að hlusta á rokkaða tóna frá Dimmu og The Vintage Caravan, en aðrir kunna betur að meta rólegri elektróníska tóna. Í þeim dúr ætti hljómsveitin Vök að vera fremst í flokki en hún flutti nýlega lagið „Before“ í Símaklefanum. Í þetta skiptið flytur sveitin lagið „Við vökum“, og ætti það ekki að vera minna vinsælt en það fyrra.

Öll upptaka fór fram í stúdíói Hljóðverks á Tunguhálsi, en þess má geta að Símaklefinn er örstutt frá Monitorstöðum og andar því hlýjum Airwaves-straumum þar á milli.

Þættir