87 börn fanga fá gjafir um jólin

INNLENT  | 16. desember | 17:46 
Börn fanga eru töluvert fleiri í ár en undanfarin ár, Hreinn Hákonarson fangaprestur Þjóðkirkjunnar, safnaði gjöfum fyrir börnin í sjöunda sinn á aðventunni en hefur engar skýringar á auknum fjölda nú. Yfirleitt hafa um 40-60 börn þegið gjafir, hann segir börn fanga falinn hóp í samfélaginu.

Börn fanga eru töluvert fleiri í ár en undanfarin ár, Hreinn Hákonarson fangaprestur Þjóðkirkjunnar, safnaði gjöfum fyrir börnin í sjöunda sinn á aðventunni en hefur engar skýringar á auknum fjölda nú. Yfirleitt hafa um 40-60 börn þegið gjafir, hann segir börn fanga falinn hóp í samfélaginu sem verði að hlúa að.

Í Grensáskirkju er sett upp svokallað Englatré þar sem á eru hengd spjöld með aldri og kyni barnsins. Fólk velur sér svo spjald og kaupir gjöf við hæfi en Hreinn leggur áherslu á að gjafirnar séu ekki of dýrar og helst gagnlegar. Allir miðarnir fóru fljótlega af trénu og síðasti skiladagur var í dag.   

 

 

Þættir