Lilja Lind setur Íslandsmet

ÍÞRÓTTIR  | 25. janúar | 16:33 
Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir, sló í gegn á lyftingamóti Reykjavíkurleikanna sem fram fór í dag og setti fjögur Íslandsmet. Lilja Lind er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki.

Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir, sló í gegn á lyftingamóti Reykjavíkurleikanna sem fram fór í dag og setti fjögur Íslandsmet. Lilja Lind er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki. 

Hún bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hana setja seinna Íslandsmetið í jafnhöttun, 96 kg.

Þættir