„Fáum að hitta krakka í sömu stöðu“

INNLENT  | 1. ágúst | 18:28 
Selma Lind Árnadóttir er aðeins ellefu ára gömul, en hleypur tíu kílómetra í þriðja sinn í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Selma missti föður sinn árið 2012.

Selma Lind Árnadóttir er aðeins ellefu ára gömul, en hleypur tíu kílómetra í þriðja sinn í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Selma missti föður sinn árið 2012 og safnar nú áheitum fyrir samtökin Ljónshjarta.

Um er að ræða stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka, og börn þeirra sem hafa misst foreldri. Samtökin eru enn ekki komin á fullt skrið, en markmiðið er að Selma og önnur börn í hennar stöðu geti hist og deilt reynslu sinni.

Hægt er að heita á Selmu Lind á vefsíðu Hlaupastyrks.

Fésbókarsíða Ljónshjarta

Þættir