Miðbærinn tekur á sig mynd

INNLENT  | 17. ágúst | 15:52 
Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2.

Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2.    

Frítt verður í Strætó á morgun og er fólk hvatt til þess að skilja bíla sína eftir heima til að greiða fyrir umferðinni.

Á vef Menningarnætur er hægt að sjá upplýsingar um bílastæði, salernisaðstöðu og aðra þjónustu í boði á morgun. Þá er að finna upplýsingar um lokanir á vegum sem markast við Hringbraut, Snorrabraut og Ægisgötu.