„Svo skemmtilegt að vera á sviði“

INNLENT  | 15. febrúar | 11:24 
„Það er svo skemmtilegt að vera uppi á sviði,“ segir Björgvin Skúli Einarsson nemandi í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Árgangurinn mun um helgina flytja nýjan söngleik byggðan á sögunni um Lísu í Undralandi. Björgvin segist því ekki finna fyrir taugatitringi. mbl.is kíkti á æfingu.

„Það er svo skemmtilegt að vera uppi á sviði,“ segir Björgvin Skúli Einarsson nemandi í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Árgangurinn mun um helgina flytja nýjan söngleik byggðan á sögunni um Lísu í Undralandi. Björgvin segist því ekki finna fyrir taugatitringi.

mbl.is kíkti á æfingu í Hafnarfirðinum fyrr í vikunni. Mikil vinna hefur farið í uppsetninguna sem allir nemendur í árganginum hafa komið að henni með einum eða öðrum hætti frá því í október. 

Klassísk íslensk popplög á borð við Þorparann og Toppurinn að vera í teinóttu eru notuð í uppsetningunni en það er Gunnella Hólmarsdóttir sem er leikstjóri en Andrés Þorvarðarson er tónlistarstjóri. Sjón er sögu ríkari. Sýningar verða á föstudag, laugardag og sunnudag.