Margir til í óvissuferðina

INNLENT  | 17. september | 16:22 
„Það eru svo margir sem eru til í að fara í þessa óvissuferð með okkur,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF um kvikmyndahátíðina en dagskrá hennar var kynnt í dag. Gestir séu farnir að treysta hátíðinni. Sem fyrr verður úrvalið fjölbreytt en meira en 70 myndir verða sýndar á 11 dögum.

„Það eru svo margir sem eru til í að fara í þessa óvissuferð með okkur,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF um kvikmyndahátíðina en dagskrá hennar var kynnt í dag. Gestir séu farnir að treysta hátíðinni. Sem fyrr verður úrvalið fjölbreytt en meira en 70 myndir verða sýndar á 11 dögum.

Eystrasaltslöndin eru áberandi á hátíðinni og þá verður danski leikarinn Mads Mikkelsen heiðraður. Hann mun verða við sýningar á þremur af sínum myndum og ræða við áhorfendur að sýningum loknum.

mbl.is var á Hlemmi square hóteli í dag þar sem hátíðin var kynnt og ræddi við Hrönn um hvað beri hæst á hátíðinni í ár en einnig er rætt við Börk Gunnarsson leikstjóra og rithöfund um hverju hann er spenntur fyrir á hátíðinni. 

Á vef hátíðarinnar er hægt að kynna sér dagskrána.