mbl | sjónvarp

Stefán Pálsson á barmi forsetaframboðs

INNLENT  | 24. apríl | 15:52 
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, segist vel skilja fólk, sem vaknar upp einn góðan veðurdag og telur sig eiga erindi til Bessastaða. Hann hafi sjálfur fengið áskoranir og rætt þær við fjölskylduna.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, segist vel skilja fólk, sem vaknar upp einn góðan veðurdag og telur sig eiga erindi til Bessastaða. Hann hafi sjálfur fengið áskoranir og rætt þær við fjölskylduna.

Þó að undirtektirnar hafi verið í dræmara lagi á heimavígstöðvunum segir Stefán að hann hafi sjálfur orðið eilítið upp með sér um stundarsakir. Jafnvel þó svo áskorarnir hafi hvorki verið margar né hvaðanæva að, eins og hann lýsir með tilþrifum í nýjasta þætti Dagmála.

Hann skilji því vel að einhverjir hafi haldið áfram að hugsa um það og sú hugdetta vaxið upp í kosningabaráttu.

Stefán er gestur Dagmála í dag, ásamt Stefaníu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Viðreisnar, en þau eru bæði þaulreyndir kosningasmalar. Í þættinum ræða þau um stöðuna í aðdraganda forsetakjörs og hvers megi vænta á næstu vikum.

Horfa má á þáttinn allan með því að smella hér, en Dagmál Morgunblaðsins eru opin öllum áskrifendum.

Loading