mbl | sjónvarp

Aron: Hefur ekki gert rassgat á þessu móti

ÍÞRÓTTIR  | 23. janúar | 12:07 
Heimur samfélagsmiðlanna getur verið harður, sérstaklega þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tekur þátt á stórmóti.

Heimur samfélagsmiðlanna getur verið harður, sérstaklega þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta tekur þátt á stórmóti.

Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Björgvin Páll Gústavsson, leikmenn íslenska liðsins, lásu upp nokkrar misgáfulegar athugasemdir sem skrifaðar hafa verið um liðið á meðan Evrópumótið í Þýskalandi stendur yfir.

Þjóðin sveiflast með gengi liðsins og verstu útreiðina fengu strákarnir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það var talsvert léttara yfir þjóðinni eftir sigurinn gegn Króatíu í gær.

„Má gagnrýna þennan besta leikmann Íslands sem hefur ekki gert rassgat á þessu móti,“ var skrifað í athugasemd við frétt á Facebook-síðu mbl.is og landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson las upp.

Myndband af strákunum lesa upp misgáfulegar, og nokkrar jákvæðar athugasemdir líka, við fréttir á Facebook-síðu mbl.is, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Loading