mbl | sjónvarp

Okkar heilsteyptasti leikur í vetur þrátt fyrir tap

ÍÞRÓTTIR  | 15. nóvember | 23:16 
Hjalti Þór Vilhjálmsson var bara nokkuð brattur þrátt fyrir fyrsta tap Keflvíkinga í Dominos-deild karla í kvöld gegn KR.

Hjalti Þór Vilhjálmsson var bara nokkuð brattur þrátt fyrir fyrsta tap Keflvíkinga í Dominos-deild karla í kvöld gegn KR. 

Hjalti sagði leikinn hafa verið frábæra skemmtun og þar er blaðamaður honum hjartanlega sammála. 

Hjalti sagði að þrátt fyrir að Keflavík væri á toppnum ættu þeir eftir að sanna helling og í raun að liðið eigi helling inni til að verða betri. Leikinn sagði hann einfaldlega hafa verið stál í stál og eitthvað varð undan að láta. Ekkert eitt atriði hafi verið vendipunktur enn nefndi þó að sóknarvilla á Dominykas Milka hafi verið dýrkeypt eftir á að hyggja. 

Heilt yfir fannst Hjalta leikurinn fínn en var ósáttur með hvað liðið kom flatt inn í seinni hálfleik og að eftir frábæran fyrri hálfleik hjá umræddum Milka hafi leikur þeirra orðið einhæfur. 

Brynjar 

Loading