mbl | sjónvarp

Gerðum vel varnarlega í framlengingunni

ÍÞRÓTTIR  | 3. febrúar | 21:54 
Mario Matasovic, framherji Njarðvíkur, steig varla feilspor þegar lið hans vann 86:76-sigur á Val eftir framlengdan leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík í sautjándu umferð deildarinnar í kvöld.

Mario Matasovic, framherji Njarðvíkur, steig varla feilspor þegar lið hans vann 86:76-sigur á Val eftir framlengdan leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík í sautjándu umferð deildarinnar í kvöld. 

Njarðvík­ur­sig­ur í nagl­bít

Mario steig upp í kvöld og var þeim Njarðvíkingum þyngdar sinnar virði í gulli þegar hann skoraði 24 stig og hirti 20 fráköst. Mikið mæddi á kappanum og sást það vel eftir leik. Mario sagði að Njarðvíkingar hefðu búið sig undir erfiða Valsmenn, vitandi að þeir væru að slást fyrir lífi sínu í deildinni.

Mario ítrekaði að allir leikir væru erfiðir í deildinni og mikilvægir þannig að sigurinn var kærkominn. Leikjaplanið er þéttara nú en í upphafi móts. Þá er styttra á milli þeirra og sagði Mario það einnig taka toll af leikmönnum. 

Loading